Frumraunin
Jæja, ekki nóg með að ég sé búin að læra hvernig á að láta tölvuna skrifa íslenska stafi, heldur er maður líka farinn að blogga á gamals aldri!
Þetta er hugsað fyrst og fremst fyrir fréttir af ungunum, en aldrei að vita nema slæðist með fréttir af húsmóðurinni.
Börnin eru þessa stundina í Stokkhólmi í góðu yfirlæti hjá Kristni og Kötlu litlu, fá svo að gista hjá Eyrúnu í nótt. Mamman er nefninlega á vakt í dag og vegna the au pair incident var ekki um neitt annað að ræða en að koma börnunum einhvers staðar fyrir. Reyndar erum við líklega búin að fá nýja au pair sem kemur 1. febrúar, sjúkk!
Sölvi er búinn að vera veikur, var heima frá leikskólanum í gær og í fyrradag, tilkynnti strax á fyrstu stundu að hann yrdi veikur í fjóra daga, þannig að ég geri ráð fyrir að hann fari í leikskólann á mánudaginn.
Svo kann ég líka að gera liti, ligga ligga lá!
Katla er búin að vera mjög hress í skólanum undanfarið, vill yfirleitt ekki koma heim þegar hún er sótt. Nadia vinkona hennar kom með okkur heim úr skólanum í gær og þær léku og léku. Annars líst henni mjög vel á að flytja til Uppsala, vonandi gengur það allt vel.
<< Home