Hvað heitir þú? Sölvi.
Heitirðu ekki eitthvað meira? Nei.
Hvað ertu gamall? 5
Hvenær áttu afmæli? Ég man það ekki.
Hvar áttu heima? Í Stenhagen skolan, Svíþjóð.
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Lögga. Veistu, löggur skila aldrei því sem þær finna sem aðrir eru búnir að stela.
Hvort verður þú kona eða karl þegar þú verður stór? Pabbi.
Hver er munurinn á konum og körlum? Ég veit það ekki, enginn munur.
Hvað gera mömmur? Þær knúsa börnin sín.
En pabbar? Þeir knúsa líka börnin sín.
En afar, hvað gera þeir? Elska börn og leika við þau.
En ömmur? Þær búa til mat handa börnum.
Ertu ekki glaður að eiga Kötlu fyrir systur? Júhú!
Hvernig er í leikskólanum? Allt ömurlegt.
Hverjir eru vinir þínir? Þorri og Gunnar Björn.
Leikurðu ekki líka stundum við stelpurnar? Jú pínu í dag. Veistu hvað við lékum? Strákarnir áttu að hlaupa og stelpurnar áttu að kyssa þá. Þetta var skemmtilegt. Það var ein dáldið lítil og pínu brún stelpa að kyssa mig, hún var líka pínu sæt.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Kaupa dót og vera með einni fóstru, ég veit varla hvað hún heitir, og fara út.
Ert þú með lausar tennur? Já tvær, svo þegar þær detta ætla ég að setja þær undir koddann, svo kemur álfur og tekur tönnina og setur gull í staðinn.
Áttu mikið gull? Já mjög mikið, ég ætla að safna og flytja með það til Íslands.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Túnfiskur. (blm. rekur upp stór augu)
En hvað er versti maturinn? Lax, allur lax í heimi.
Hvernig ertu duglegur? Hjálpa til á heimilinu, taka til, skúra, og laga skóna og loka hurðinni.
En hvernig ertu ekki duglegur? Ég er stundum að stela...
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera heima? Horfa á spólu.
En leiðinlegast? Að labba sjálfur upp stigann.
Eigum við að fara bráðum til Íslands? Jáá!!
Hvað eigum við að gera þar? Hitta krókódíla!
<< Home