Katla og Sölvi

laugardagur, október 8

Á vaktinni

Þýðir ekki að láta deigan síga, the blogg must go on...

7 down, 17 to go.... það er að segja klukkustundir þangað til ég er búin á vaktinni.
Afinn kemur í dag, verður ósköp gott að fá hann í nokkra daga. Sé hann reyndar ekki fyrr en í fyrramálið þegar vaktinni lýkur, en hann ætlaði að taka við af Rósu nýju barnapíunni okkar í dag og skella sér með börnunum í afmæli til Þorra. Amman kemur ekki í þetta skiptið en þau eru væntanleg bæði eftir 3 vikur. "Þetta var sko amma mín", sagði Sölvi við Rósu um daginn þegar hann var búinn að tala við ömmu Kriss í símann, "sko amma mín sem fæddi mömmu mína og er hrædd vid mýs."
"Getur maður dáið af því að missa tönn?", spurði litli drengurinn áhyggjufullur um daginn þegar hann var búinn að missa fyrstu tönnina sína (það er að segja sú fyrsta sem fer með eðlilegum hætti). Hann var agalega ánægður þegar ég fullvissaði hann um að svo væri ekki. Vildi alls ekki setja hana undir koddann heldur frekar bíða þangað til hann væri búinn að missa allar tennurnar og setja þær síðan allar saman undir koddann til að fá rosa mikið gull. Hann fór svo með hana í leikskólann þar sem hún týndist, fannst aftur og týndist enn á ný án þess að finnast. Kannski eins gott, hefði vaknað með hálsríg með allt þetta gull undir koddanum.
Að lokum hugleiðing frá Sölva: "Mamma, er allt gott sem endar vel?"


Free Hit Counters
Free Counter