Katla og Sölvi

fimmtudagur, febrúar 3

Hún er æði!

Ókei, það er varla liðinn sólarhringur en nýja au pairin lofar mjög góðu. Hún spjallar og talar að fyrra bragði, er áhugasöm og spyr, alls ekki matvönd og hrósar matnum (jííhaa!) og krökkunum líst mjög vel á hana. Við höldum í þumlana (nýyrðasmíð, beint úr sænskunni).
Ég fór hjólandi í vinnuna í dag í fyrsta skipti í langan tíma, lítið getað nýtt hjólið á meðan við vorum ein. Í fyrsta skipti sem ég bremsaði á leiðinni festist bremsan á framhjólinu og hélt á móti alla leiðina í vinnuna! Þetta var þvílíka púlið og það tóku ALLIR frammúr mér, gott ef það var ekki gamall kall í hjólastól og krakki á þríhjóli í þeim hóp. Klinikchefinn minn tók meðal annars frammúr mér og ég kallaði á eftir honum að ég væri ekki í svona lélegu formi heldur væri bremsan föst (fremur lamað...) Komst þó loks á áfangastað algjörlega búin að vera, löðursveitt og með blóðbragð í munninum. Gat eiginlega ekki hugsað um neitt annað í allan dag en að ég ætti eftir að hjóla heim!
Komið nýtt kerfi í uppeldið, Katla sagðist ekki vilja vera í neinu asnalegu liði og þar með var sá draumurinn úti. Núna er það límmiðakerfið, enn sem komið er virkar það fínt, amk. á Sölva, Katla gefur nú ekki mikið út á þetta, en þau hafa rifist og slegist mun minna síðustu 3 dagana. Ekki komið neitt helgarplan ennþá, óljóst hvort Ingi kemst vegna aðalfundar Landsbankans, en ef hann kemur þá getur vel verið að við skellum okkur á skíði allihopa til að æfa okkur aðeins fyrir Idre-ferðina, verðum að vera flottust í brekkunum þegar vinir okkar sjá til! Hélt að okkur yrði jafnvel boðið í barnaafmæli um helgina, er það ekki Sunna? Ég er að minnsta kosti ekki búin að gefa upp alla von um að okkur verði boðið! Annars finnum við bara uppá einhverju miklu skemmtilegra, snökt....
Svo kemur afinn í næstu viku, hlökkum mikið til!


Free Hit Counters
Free Counter