Katla og Sölvi

mánudagur, nóvember 14

Guð minn góður....

.... hvað við erum búin að keyra mikið um helgina; 1200 km og 12 klst í bíl á 2 sólarhringum, geri aðrir betur! Skelltum okkur nefninlega til Halmstad að heimsækja Höllu Fróða og fjölskyldu um helgina ásamt Guðrúnu og Eyrúnu. Gekk ótrúlega vel með börnin í bílnum (þökk sé tækniundrinu DVD-myndum og fartölvunni hennar Guðrúnar) en mér persónulega fannst þetta helst til löng keyrsla fyrir bara eina helgi. Var mjög gaman og huggulegt hjá okkur stúlkunum með afkvæmin okkar, verst að Ída og Tóti eru farin frá Halmstad, annars hefðum við getað slegið tvær flugur í einu ofurhöggi.
Allt gott að frétta af okkur, fórum auðvitað heim til Íslands eins og alþjóð veit, ég í 8 daga og krakkarnir í 11. Þau voru mjög ánægð með ferðina en líka smá fegin að komast bara aftur í rútínuna hér. Kötlu hafði auðvitað verið sárt saknað, Guðrún Sara sagðist myndu vera "eins og kæfa án brauðs" á meðan Katla væri í burtu, svo að það urðu fagnaðarfundir hjá þeim.
Á meðan börnin voru enn á Íslandi fór ég á 3ja daga kúrs í Falun sem var mjög fínn, og kann núna allt um FESS-aðgerðir (functional endonasal sinus surgery - ef þið eruð einhverju nær).
Sölvi er mættur í leikskólann á hverjum morgni, oft fyrstur af öllum, og þarf yfirleitt að múta honum til þess að hann fáist til að fara. "Ég fer EKKI í leikskólann í dag, þetta er ömurlegur leikskóli og það öskra allir í eyrun á mér." Sölvi hefur þó hingað til verið talinn einn sá líflegasti á deildinni og sá sem öskrar einna hæst, þannig að ég get ekki ímyndað mér að þetta sé stórt vandamál. Hann lætur sig að minnsta kosti alltaf hafa það að fara og er á fullu að leika þegar ég kem. Um daginn þegar hann var að klæða sig í útifötin og á leið heim sagði hann: "mamma sástu inná deildinni mynd með svona steinum og svona bláum ramma?" Ég hafði ekkert tekið eftir henni en ákvað að gleðja drenginn og sagðist sko heldur betur hafa séð hana og að hún hefði verið mjög glæsileg. Viðbrögðin voru samt ekki alveg eins og ég bjóst við því hann andvarpaði hátt og sagði: "Oohh, þetta var jólagjöfin þín!"
Vid erum heilmikið farin að undirbúa jólin, reyndar bara í huganum enn sem komið er. Og þó, ég er búin að kaupa eina jólagjöf! Hvorki fyrr né sídar verið svona snemma í því. Ætli restin verði svo ekki keypt á hlaupum 23. des.
Kristín Björg lillsyrra og ofurmóðursystir átti afmæli í gaer, 22 ára gömul litla krúttið! Fær auðvitað stórt knús frá okkur öllum!


Free Hit Counters
Free Counter