Katla og Sölvi

sunnudagur, desember 4

Skyld´ðað vera jólahjól?

Hver er uppáhaldsárstíðin þín?
K: Jólin
S: Jólin
Ertu komin í jólaskap?
K: Já, stundum
S: Já
Hvað er langt til jóla?
K: 20 dagar
S: 1. desember
Hvað gerðist á jólunum?
K: Þá fæddist Jesús
S: Jólasveinarnir byrjuðu að koma
Hvað er gott við jólin?
K: Þá líður manni vel vegna þess að þá eru jól
S: Pakkarnir
Hvað er jólalegt?
K: Að skreyta og gera jólaföndur
S: Pakkar og jólaskraut
Hvað er jólalegt sem maður borðar?
K: Rjúpa, grísakjöt með epli í munninum
S: Piparkökur og pönnukökur
Heldurðu að þú fáir margar jólagjafir?
K: Já, svona 10 eða meira
S: 15 kannski 16
Ætlar þú að gefa margar jólagjafir?
K: Já, örugglega 20
S: Já handa mömmu minni, kannski fleiri, maður veit aldrei
Líður öllum vel á jólunum?
K: Flestum... nema Dýrinu í Fríðu og Dýrið, og Trölla (sem stal jólunum)
S: Já sumum, nema Þorra, hann er veikur (verður vonandi búinn að jafna sig af gubbupestinni)
Hvernig á maður að haga sér á jólunum?
K: Vel, þá verður meira jólalegt
S: Mjög vel svo að maður verði ekki leiður, það er mikilvægt
Hvað er best við jólin?
K: Allt
S: Fá pakka
Hvað gerum við á aðventunni?
K: Bíðum, og kveikjum á kertum
S: Opnum 1. desember
Hver er uppáhaldsjólasveinninn þinn?
K: Bjúgnakrækir, af því að mér finnst bjúgu góð
S: Bjúgnakrækir
Sölvi, ekki segja sama og Katla
S: Já en mamma, ég elska bara hann
Af hverju höldum við jól?
S: Til að geta opnað mikið af pökkum


Free Hit Counters
Free Counter