Katla og Sölvi

mánudagur, febrúar 27

Að vera eða vera ekki Svíi

Er maður orðinn of mettaður af sænsku þjóðfélagi þegar það er orðið manni tamara að skrifa .se en .is? (dæmi: mbl.se)
En þegar það er kominn 27. febrúar og maður er mjög pirraður á því að það sé ekki búið að raða niður sumarfríunum ennþá? (sko ég vil vera í fríi viku 29-32)
En þegar maður kemur aldrei meira en 5 mínútum of seint á morgnana? Er maður þá orðinn Svíi? Er bara svona að velta þessu fyrir mér....


Free Hit Counters
Free Counter