Katla og Sölvi

föstudagur, febrúar 1

Harmsaga heimasætunnar

Börnin komust loks af stað til Íslands fyrir viku síðan, eftir langa bið og 12 klukkutíma seinkun vegna þess að það var óveður á Íslandi.... eina ferðina enn! Sem betur fer var ofurafinn með í för sem gerði þetta allt saman bærilegra. Þau fóru svo nánast sömu leið til baka daginn aftur, bara aðeins lengra og sunnar, enduðu á Ítalíu þar sem til stóð að skíða í ítölsku brekkunum sem samkvæmt minni reynslu eru algjörlega frábærar. Þetta fór þó ekki betur en svo, að eftir fyrsta daginn stóð Katla uppi með brotinn upphandlegg. Hún var þó fljót að sætta sig við orðinn hlut og hafði mestar áhyggjur af því hvernig hún ætti að geta skrifað í skólanum.

Sjálf hef ég haft nóg að gera, eftirfarandi stóð til á meðan börnin eru í burtu:
- 4 daga kúrs í Stokkhólmi um heyrnarfræði - check, lærði margt og mikið
- innebandy með sænska liðinu mínu - check, skoraði tvö mörk!
- badminton með einni úr innebandyinu - check, gríðarharðsperrur í hægri úlnlið
- 2 vaktir - næstum check, búin með eina og hálfa
- saumaklúbbur með Uppsalapíum - fyrirhugaður á sunnudaginn
- 35 ára afmæli hjá Gunnu og Didda - stendur til annað kvöld
- disputation hjá Tomas vinnufélaga mínum - check, gífurlega gaman
- hlaupa þrisvar - hmmm... 1/3 check... hlýt að ná einu skipti í viðbót




Hér má sjá Dr. Sveinsdóttur á hor- og slefvaktinni, svindlaði aðeins þarna og var í operationsfötum sem má í raun alls ekki, en er ekki blátt klæðilegra en hvítt þegar maður er svona fölur og fár?
Sjáið þið ekki annars muninn? Ekki lengur ST-læknir, heldur sérfræðingur sem situr þarna fölur og fár og brosir sínu blíðasta...


Free Hit Counters
Free Counter