Nóvemberslen
Er kvefuð í fyrsta sinn í þrjú ár. Hélt að ég væri alveg ónæm fyrir slíku þar sem ég fæst við hor og slef alla daga, þetta hlýtur að vera einhver stökkbreyttur stofn sem hefur ráðist á mig af algjöru miskunnarleysi.
Erum farin og komin (eða komin og farin, hvernig sem þið viljið hafa þetta) til Íslands, vorum öll í vikufríi og skelltum okkur yfir hafið. Reyndar ekki beina leið, þegar við komum út á völl kom í ljós að það var búið að umbóka okkur til Köben og þaðan seint og síðar meir til Íslands. Ég var gráti næst en flugvallarstarfsmaðurinn hafði enga samúð með okkur og skildi greinilega engan veginn alvöru málsins, þrátt fyrir að ég skýrði honum skýrt og greinilega frá því að ég yrði að komast heim því ég ætti pantað borð á Domo klukkan 8! Tillitsleysi almúgans never seizes to amaze me!
Er búin að átta mig á því að ég mun þurfa að bakka um 2 vikur í hlaupaprógramminu vegna kvefs og almennrar leti. Á Íslandi var vitlaust veður, gerði reyndar heiðarlega tilraun síðasta daginn því þá var langskásta veðrið, en varð næstum því úti. Verð líklega að sætta mig við að hlaupaferillinn er á enda við flutninginn til Íslands...
Undarlegt samtal sem átti sé stað milli systkinanna í flugvélinni
Sölvi: "Þetta var ganska svårt!"
Katla (með fyrirlitningu, skammar hann alltaf fyrir að blanda sænsku og íslensku): "Ganska svårt?"
S: "Nei, ég meina, ganska erfitt!"
K (enn með fyrirlitningu): "Ganska?"
S: "Ég tala ekki dönsku!"
Ætla svo að lokum að verða fyrst til að óska Kristínu Björgu til hamingju með afmælið, 24 ára á morgun litla krúttið!
<< Home