Hundalíf
Vorum á einhvern óskiljanlegan hátt orðin hundaeigendur í vikunni, reyndar bara tímabundið. Litla loðna veran á myndinni er hún Vaka vinkona okkar sem stendur á höndum þegar hún pissar og eyddi 3 geltandi dögum hjá okkur í vikunni.
Hlaupin ganga misvel, nú er ekki nema vika til stefnu og kvíðinn eykst óðum. Reyndar held ég að það hljóti að vera hægt að fara þetta á þrjóskunni, eða það er að minnsta kosti mitt plan. Takmarkið er að hlaupa alla 10 kílómetrana, en í versta falli labba ég bara, það nær þá bara ekki lengra. Gekk hræðilega síðast þegar ég fór út að hlaupa, alltof heitt og sveitt. Mental note: vera eins fáklædd í hlaupinu og blyðgunarkennd leyfir...
"Mamma mannstu þegar ég prumpaði framan í þig?"
"Jahá, ég gleymi því sko aldrei!"
"Jú þegar þú verður komin á gleymideildina á elliheimilinu, þá muntu gleyma því!"
<< Home