Þetta tókst!
Geri mér algjörlega grein fyrir að allmörgum og jafnvel flestum mun ekki þykja þetta merkilegur árangur eða neitt til að hreykja sér af, en ég vil biðja ykkur um að taka tillit til þess að ég hef aldrei getað hlaupið nokkurn skapaðan hlut og að hlaupa 5 km á undir 30 mín er stórkostlegur árangur fyrir mig persónulega. Á von á því að fá blómvendi og heillaskeyti úr öllum heimshornum vegna árangursins....
Og ekki má gleyma klappstýrunum, greinilega mjög sáttar við eigin frammistöðu og ekki síður glæsilegan árangur mæðranna.
Hér má sjá þreyttar en sáttar hlaupadrottningar í lok hlaups, með stórglæsilega verðlaunapeninga um hálsinn sem gerðu þetta allt algjörlega þess virði!
<< Home