Katla og Sölvi

föstudagur, maí 11

Helgarplön

Það fer nú að verða fullþreytandi þetta samsæri gegn íslendingum ár eftir ár, aumingja Eiki! Við látum samt ekki deigan síga og höldum bara með frændum okkar og persónulegum gestgjöfum þessi árin, svíar keppa með hinni margrómuðu glamrokkhljómsveit The Ark og munum við fylgjast spennt með. Búið að bjóða okkur í Eurovision/kosninga partý á morgun, mæting klukkan fjögur hvorki meira né minna og húsráðendur eru aðeins með eitt lítið sjónvarp sem er í litlu skoti niðrí kjallara og er ekki hægt að færa, mun að öllum líkindum fara lítið fyrir söngvakeppnisglápi, neyðumst því víst til að umgangast í staðinn...

Við Gulla ætlum eitthvað út í kvöld.
Plan A er að fara á einhvern hipp og kúl skemmtistað að skoða sænsku strákana. Gulla gæti lokkað þá til okkar með sínu suðræna útliti, ómótstæðilegu brosi og dökkum seiðandi augum, síðan þegar þeir eru komnir allt í kringum okkur þá heilla ég þá upp úr skónum með hnyttnum tilsvörum og áhugaverðum frásögnum af ævintýralegu lífi mínu sem skurðlæknir. Yeah right....
Plan B er að fara í bíó...


Free Hit Counters
Free Counter