Apríl brátt á enda
Já, það er óhætt að halda því fram að fólk breytist með árunum, eða ég vona það að minnsta kosti. Þarna erum við systurnar á góðum degi, líklega á fermingardegi Magga bróður árið 1991.
Vil benda fólki á teljarann sem er kominn í vinstra hornið, bið ykkur að athuga að geðheilsa mín verður í húfi ef í ljós kemur að það eru bara ég sjálf og Sessa frænka sem skoðum þessa síðu... Er ekki alveg sannfærð um skynsemi þessarar ákvörðunar að setja inn teljara, en það þýðir ekki annað en að horfast í augu við raunveruleikann!
Vil benda fólki á teljarann sem er kominn í vinstra hornið, bið ykkur að athuga að geðheilsa mín verður í húfi ef í ljós kemur að það eru bara ég sjálf og Sessa frænka sem skoðum þessa síðu... Er ekki alveg sannfærð um skynsemi þessarar ákvörðunar að setja inn teljara, en það þýðir ekki annað en að horfast í augu við raunveruleikann!
Það er aftur kominn gangur í hlaupin (hmm... ákveðin mótsögn í þessari setningu), hnéð komið í lag og við erum búnar að ná fyrsta takmarkinu, meira að segja mánuði á undan áætlun! Fyrsta hlaupið sem stendur til að taka þátt í er nefninlega 31. maí og er 5 km langt, takmarkið var að hlaupa það á 30 mínútum. Fórum 5 km á 30 mín og 6 sek um daginn og ég held að ég sé ekki að segja of mikið þótt ég haldi því fram að við munum ná að bæta okkur um 6 sekúndur á mánuði.
Börnin skottast hins vegar um allt á línuskautunum ásamt öðrum krökkum í hverfinu og eru orðin ansi klár, hvort á sinn hátt. Katla skautar áfram varfærnislega og af tígulleik en bróðir hennar djöflast áfram hálf hlaupandi á skautunum, móður og másandi. Við systurnar fórum til Stokkhólms á laugardagskvöldið og börnin gistu hjá Gullu sem sagðist hafa vaknað klukkan 7 morgunin eftir við að það stóð einhver við rúmið og starði á hana, þar var mættur Sölvi spræki, búinn að klæða sig og beið bara eftir að einhver vaknaði!
Sölvi: "Mamma, ég vil fara í Næstu Verslun!"
Mamma: "Ha?!!"
Sölvi: "Já, þú veist þar sem allt dótið fæst."
Mamma: "Um hvaða búð ertu að tala, Sölvi minn?"
Sölvi: "Í auglýsingunum segja þeir alltaf - Fæst í næstu verslun!"
Sölvi: "Mamma, ég vil fara í Næstu Verslun!"
Mamma: "Ha?!!"
Sölvi: "Já, þú veist þar sem allt dótið fæst."
Mamma: "Um hvaða búð ertu að tala, Sölvi minn?"
Sölvi: "Í auglýsingunum segja þeir alltaf - Fæst í næstu verslun!"
<< Home