Afmælismæðgur
Var ég teenage mother, eða hvernig getur staðið á því að ég, svona ungleg og spengileg, eigi 10 ára dóttur?!! Við mæðgurnar héldum uppá afmælin okkar með pompi og prakt um helgina, á föstudaginn var rautt afmæli hjá Kötlu þar sem 14 stykki af rauðklæddum stúlkum skemmtu sér hið besta og á laugardaginn var svo komið að hinni síungu móður og ekki var síður gaman þá. Afmælismæðgurnar vilja koma á framfæri ástarþökkum til allra fyrir kveðjur og gjafir sem þeim hafa borist á síðustu dögum!
Í dag átti svo heimasætan afmæli í raun og veru, við Sölvi læddumst á fætur fyrir allar aldir til að geta vakið hana með köku og söng, en það kom síðan í ljós að afmælisbarnið (sem er yfirleitt þreyttust allra á morgnana) var löngu vöknuð og lá glaðvakandi og beið óþreyjufull eftir okkur.
Þetta reyndist verða fullkominn dagur:
- ég var búin að taka mér frí, ahhhh... ljúft...
- frábært veður
- yndislegur hjólatúr
- súkkulaðikaka í öll mál
- drifið í vorverkunum; rakað, klippt og hreinsuð beð
- skordýraveiðitímabilið hófst formlega, Sölvi fann fullt af skordýrum við garðtiltektina og bjó til fjölskyldur hér og þar sem samanstóðu að mestu leyti af maríuhænum og ánamöðkum, mér fannst þetta fallegt og vel við hæfi í okkar nútímaþjóðfélagi þar sem samsettar fjölskyldur eru að verða normið
- tvöfaldur þáttur af Grey´s anatomy
- mynd af Kötlu í Mogganum í dag, auðvitað algjör tilviljun, en hrikalega gaman að hún skyldi birtast á afmælisdeginum hennar! Blaðsíða 40 everyone...
Látum svo fylgja með í lokin mynd sem náðist af froðuskrímslinu ógurlega!
<< Home