Katla og Sölvi

miðvikudagur, febrúar 28

Sigur!!!

.... eða eitthvað í þá áttina... að minnsta kosti persónulegur sigur! Komst í mark og meira að segja á undir 4 klukkustundum sem ég var afar ánægð með. Ætla ekki að líkja þessu saman við að fæða börn, en þar fyrir utan held ég að þetta sé það erfiðasta sem ég hef gert um ævina. Mikið hrikalega var ég þreytt! Það var samt fljótt að gleymast í sigurvímunni og um leið og við vorum komnar upp í bústað og í gufu þá var farið að skipuleggja ferð að ári. Komumst að því að gönguskíði eru afbragð fyrir bæði líkama og sál, eða eins og Halla (sem by the way var 20 mínútum á undan okkur hinum í mark og verður framvegis hetjan okkar allra) orðaði svo snilldarlega: "Líkaminn er alveg undirlagður af hreyfingu!" Okkur láðist því miður að taka mikið af myndum en hér má sjá kvenhetjurnar Gullu, Ídu, Höllu og Bóel kampakátar rétt áður en lagt var í hann. Vorum ekki alveg jafn hressilegar í lok göngunnar en ótrúlega ánægðar með okkur!


Free Hit Counters
Free Counter