Katla og Sölvi

þriðjudagur, nóvember 21

Kurteisishornið



Hvað er kurteisi?
K: til dæmis að segja takk fyrir matinn og að bursta tennurnar
S: að vera vinir
En hvað er dónaskapur?
K: að ropa og hafa olnbogana á matarborðinu
S: að vera fúlur og svona, otacksam
En að vera góður?
K: það er þegar maður hrósar einhverjum, að vera jákvæður
S: að kynnast öðrum vinum og svona
Hvað er að vera vondur?
K: að vera vanþakklátur
S: að meiða og svona, berja með berum höndum, krass búmm
En hvað gerir maður þegar maður er óþekkur?
K: að hlýða ekki mömmu sinni
S: að hlýða ekki fóstrunni sinni
En kunnið þið einhverja borðsiði?
K: að bíða þangað til allir eru búnir að borða, borða fallega, ekki smjatta og svona
S: segja afsakið þegar maður ropar, ekki borða með opinn munn, halda fyrir munninn þegar maður hóstar, borða fallega, borða ekki hratt
En hvernig er sá sem er gráðugur?
K: hann er frekur, sjálfselskur
S: veit ekki
En ef maður er snyrtilegur?
K: fínn, halda hreinu í kringum sig
S: að vera fínn, kasta rusli í ruslatunnuna, fara í sturtu og fara í fín föt
En hjálpsamur?
K: að hjálpa öðrum
S: hjálpa vinum sínum og segja til fullorðnum þegar einhver er búinn að meiða sig
En hvað er að vera frekur?
K: að vilja fá allt
S: að öskra á mömmu sína og æpa á eitthvað dót
En latur?
K: nenna ekki neinu
S: nenna ekki neitt
Og svo að lokum, hvað er að vera duglegur?
K: nenna öllu
S: taka til í herberginu sínu, vera góður við mömmu sína og pabba sinn og systur sína og hafa góða fjölskyldu
Bless allir!


Free Hit Counters
Free Counter