Katla og Sölvi

laugardagur, september 23

Hvað gera konur á miðjum aldri....

....þegar þær koma heim um miðja nótt úr disputationsveislu og eru ekki vitund þreyttar þrátt fyrir vitneskju um að þurfa að vakna þremur tímum síðar til að fara í flug? Fyrst klára þær að pakka því þeim finnst svo skemmtilegt að gera allt á síðustu stundu, sérstaklega um miðja nótt. Síðan fara þær að blogga.... svakalega lifir maður skemmtilegu lífi....
Mallorca eftir 5 klst, alls ekki slæmt. Þessi ferð kemur á akkúrat réttum tíma, brúnkan frá hitabylgjunni í sumar farin að fölna verulega og baugarnir aftur mættir til leiks.
Var sem sagt í veislu hjá Maríu Margrétar og Gunnars Björns mömmu í tilefni þess að hún var að verja doktorsritgerð sína, afskaplega skemmtilegt í alla staði og nú veit ég allt um tengsl astma og allra mögulegra og ómögulegra umhverfisþátta. Hefði gjarnan viljað vera lengur í veislunni, en eins og fróður maður sagði forðum, það er ekki hægt að gera allt.
Vamos a la playa, hasta la vista baby! (þar með er spænskukunnátta mín á þrotum, hlýt að komast langt á þessu)


Free Hit Counters
Free Counter