Katla og Sölvi

mánudagur, ágúst 7

Verslunarmannahelgi


Óskaplega höfum við það gott, það er helst hægt að kvarta yfir hitanum, börnin segja að það sé ekki hægt að vera úti fyrir hita. Sölvi var stunginn af geitungi áðan og var það í fyrsta sinn, sem kemur þó verulega á óvart þar sem hann er stöðugt að veiða geitunga og önnur skordýr. Held samt að þetta áfall aftri honum þó ekki frá framtíðaráformunum, en hann ætlar að verða skordýralæknir!
Verslunarmannahelginni við ásamt Gullu og börnum hennar í stærsta skemmtigarði Svíþjóðar sem heitir Skara Sommarland og er tívolí/vatnsrennibrautagarður og gistum við í litlum kofum um nóttina til þess að geta notað 2 daga í herlegheitin. Vorum afskaplega heppin með veður, eina sem ég klikkaði á, en margir aðrir höfðu greinilega haft vit á, var að vera með bjór í kæliboxi. Ætla að muna það næst!
Nú annars ekkert merkilegt í fréttum, búin að fara einu sinni á ströndina, kaupa ný blóm í blómakerin í stað hinna undurfögru en steindauðu blóma sem þar voru fyrir, sulla í plastsundlaug í garðinum, bjóða Össa og Gullu í sushi/hvítvín/diskó, en aðallega erum við að farast úr hita...


Free Hit Counters
Free Counter