Katla og Sölvi

miðvikudagur, ágúst 2

Meira frí

Afrek dagsins:
- Vakna fyrir hádegi
- Líkamsrækt dagsins sem telst líka til góðverks dagsins: aðstoða við að tæma gáminn hjá hinum nýinnfluttu Einari Þór og Guðrúnu (já ég veit, ég hugsaði líka eins og þið þegar ég var á leið til þeirra: hafa þau einhverja hugmynd um hvað ég er veikbyggð...?)
- Taka til á leifturhraða
- Reiða fram hlaðborð í kaffinu handa Örnu og sonum sem lögðu land undir fót og heimsóttu okkur alla leið frá höfuðborginni
- Leika við Guðrúnu Söru og Þorra frá því að þau stukku út úr leigubílnum og alveg fram á kvöld
- Reiða fram dýrindis kvöldverð fyrir áðurnefnd Einar og Guðrúnu ásamt börnum þeirra
- Gera heiðarlega tilraun til að láta börnin sofna fyrir miðnætti, virðist ekki ætla að takast....
Ég var búin að vara ykkur við; hér verður bloggað oft og mikið og um ekki neitt! Get svo ekki annað en bent á snilldarkomment frá litla bróður við síðustu færslu.....


Free Hit Counters
Free Counter