Ofsóknir geitunga

Sölvi var aftur stunginn af geitungi í dag, í rassinn í þetta skiptið, og nú var ég persónulega vitni að því að drengurinn var alsaklaus, þetta var oprovocerat våld eins og svíarnir segja. Það er víst mjög gott geitungasumar, en á móti kemur að það er ekkert mý og þá finnst mér nú lítil fórn að leyfa geitungunum að vera (segi ég, þar til ég verð sjálf stungin í rassinn...)
Á morgun ætlum við að skella okkur í smá ferðalag, búin að panta hótelherbergi fyrir okkur á eyju í skerjagarðinum og ætlum að dvelja þar í tvo daga, reyndar ekki á bátnum okkar (ekki það að ég kunni ekki á hann, hóst hóst, heldur finnst mér réttara það séu fleiri fullorðnir um borð og þar sem meðeigendurnir eru allir annað hvort að fara að gifta sig eða fjölga sér á næstu dögum tökum við bara áætlunarbát út í eyjuna). Förum heim mátulega til að pikka ættföðurinn (afa með skeggið) upp á flugvellinum en hann ætlar að vera hjá okkur í rúmar 2 vikur, vei vei!
<< Home