Ég óttast....
.... að ég sé bæði búin að mála mig út í horn og skjóta mig í fótinn.
Lexía dagsins: Ef maður fær jafn fáránlega hugmynd og að taka þátt í gönguskíðakeppni, verandi í lélegu líkamlegu formi og kunna ekki á gönguskíði, þá á maður ekki að segja neinum frá því fyrirfram og sérstaklega ekki opinbera það á veraldarvefnum! Í keppninni á morgun er hámarkstími 5 klukkustundir, ef maður nær því ekki er maður pikkaður upp með rútu og keyrður í mark. Það er auðvitað algjör niðurlæging og mun aldrei verða opinberað. Opinbera útgáfan er því nú þegar tilbúin; keppnin gekk eins og í sögu og tíminn vafalaust ágætur....
Börnin eru í vetrarfríi þessa vikuna og dvelja því á Íslandi í væntanlega góðu yfirlæti, koma á mánudaginn og geta dansað sigurdans með móður sinni eftir afrek helgarinnar...
Annars gengur lífið bara sinn vanagang hérna á lýtadeildinni. Ég er að taka þátt í alls kyns aðgerðum sem eru algjörlega nýjar fyrir mér svo sem búa til brjóst, flytja húð, lagfæra andlitsbrot, fjarlægja húðæxli og búa til geirvörtur. Hefur gengið nokkuð vel hingað til, að minnsta kosti enginn kvartað, nema reyndar einn kall sem var í aðgerð í staðdeyfingu um daginn og sagði í miðri aðgerð að lagið sem var í útvarpinu væri mjög vel við hæfi. Hann hefur greinilega verið mikill húmoristi, því lagið var "Det gör ont..."
<< Home