Katla og Sölvi

fimmtudagur, desember 14

10 dagar til jóla!



Í dag hefði afi Magnús orðið 88 ára. Hann kenndi mér margt og mikið, til dæmis að það eru ekki alltaf jólin.... Þessi mynd er tekin á mikilli örlagastundu í mínu lífi þegar það varð mér ljóst með mikilli undrun að ég myndi ekki alltaf vinna í Ólsen Ólsen!
Í vikunni voru amman og afinn hérna, eða afmælisafinn eins og hann var kallaður, átti nefninlega afmæli á meðan dvölinni stóð. Ósköp notalegt að hafa þau eins og ávallt.
Í gær var Lucia, hátíð í skólanum hjá Sölva þar sem hann var í hlutverki jólasveins, og um kvöldið voru kórtónleikar hjá Kötlu. Hún var með burðarhlutverk í helgileiknum, lék Jósef (sem mér hefur alltaf fundist vanmetinn!) og söng einsöng af miklum tilþrifum, var langbest (kalt og hlutlaust mat).
Ég var að koma af tónleikum með Bo Kaspers Orkester sem er uppáhalds sænska hljómsveitin mín og þeir voru frábærir! Stórfenglegir tónleikar. Svíarnir misstu sig meira að segja; klöppuðu og stöppuðu, blístruðu og kölluðu hljómsveitina fram á svið tvisvar sinnum, og stóðu meira að segja upp í lokin og dilluðu sér, mjög ósænskt allt saman!


Free Hit Counters
Free Counter