Sönnun í myndaformi
Hér birtist loks sönnun þess að ég hafi farið í skíðagönguna margumtöluðu, vil benda á hversu glaðhlakkaleg ég er og á þessari stundu var ég þó búin með 21 km. Mig minnti að þetta hefði verið erfiðara en myndin segir allt sem segja þarf; þetta var greinilega ekkert mál, kempan brosandi út að eyrum og tekur vel á því.

Fyrir þá sem ekki vita betur gæti þetta virst sem einhvers konar aldurskrísa, maður er jú að verða hvorki meira né minna en 36 ára á morgun, en ég vísa því algjörlega á bug og kannast ekki við að vera í neinni krísu út af aldri, líður þvert á móti eins og ég sé 18 og eins og allir vita gæti ég í mesta lagi verið 22 ára útlitslega.
Börnin...? Já, allt gott að frétta af þeim!
<< Home