Leiðarvísir um súkkulaðióbeit Sigríðar
Því var haldið fram við mig um helgina að það merkilegasta við mig sé að ég borði ekki súkkulaði. Á legsteininum mínum mun að öllum líkindum standa:
Hér hvílir Sigríður Sveinsdóttir
Henni fannst súkkulaði vont
Mun eyða afgangi ævi minnar í að reyna að afreka eitthvað annað og merkilegra svo að mér verði ekki bara minnst fyrir þessa skynsemisákvörðun mína í æsku að vilja ekki súkkulaði. Hef reyndar aldrei þjáðst vegna þessa "karaktergalla" en viðurkenni þó að það geti verið hvimleitt að reyna að koma fólki í skilning um hvað ég borða því einhverra hluta vegna hefur fólki í kringum mig gengið erfiðlega að skilja þetta. Sé í hendi mér kjörinn vettvang til þess hér á alheimsnetinu og hérna kemur listinn í eitt skipti fyrir öll:
1) ég borða ekki hreint súkkulaði
2) get borðað nammi með súkkulaði ef hlutfall súkkulaðis er ekki of hátt
3) finnst súkkulaðikaka mjög góð
4) kakó er allt í lagi, myndi þó aldrei panta mér það á veitingastað nema ég væri aðframkomin af kulda (drekk nefninlega ekki kaffi en það er önnur saga...)
5) uppáhaldsnammið mitt er kúlusúkk og Prins Póló í gömlu umbúðunum, til útskýringar vísa ég í lið 2)
Og þar hafið þið það og getið hætt að bjóða mér einhvern óþverra!
Börnin voru á Íslandi um páskana og eru reyndar enn. Þessi mynd er tekin á páskadag þegar öll barnabörnin voru samankomin hjá ömmu og afa á Hólavöllum, greinilega fagnaðarfundur!
Í dag kemur afinn hins vegar hingað og ekki nóg með það heldur er ofurfrænkan Kristín B. Sveinsdóttir um það bil að lenda og ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni í hvorki meira né minna en 1 mánuð og 11 daga! Mikið óskaplega lofar sá tími góðu.
<< Home