Smáauglýsing
Góðhjörtuð og gullfalleg þriggja manna fjölskylda búsett í Svíaríki óskar eftir að kynnast einstaklingi sem býr yfir kunnáttu til að brjótast inn í ipod eftir að heimasætan ákvað að setja kóða á tækið góða og gleyma síðan númeraröðinni. Börn engin fyrirstaða.
Samtal móður og sonar
M: "Nú VERÐUR þú að fara að sofa, þú ert að fara í leikhús á morgun og þú munt sofna í leikhúsinu ef þú ferð ekki að sofa strax!"
S: "Og hvað með það? Ég hef aldrei prófað að sofna í leikhúsi, kannski á ég eftir að sofa mjög vel og dreyma frábæran draum!"
M: "Ohh, þú ert svo vitlaus..."
S: "Er ég vitlaus, ha? Veist þú hvað þrír plús þrír er? Það veit ég, það er sex!"
Maður á auðvitað engin svör við svona rökum....
<< Home