Katla og Sölvi

fimmtudagur, júní 7

Saga úr raunveruleikanum

Sölvi kom hlaupandi til mín í ofboði í dag: "Mamma, mamma! Sturtu! Strax!" Mér dauðbrá, hélt að einkasonurinn hefði hlotið 3ja stigs bruna og þyrfti kælingu án tafar en annað kom á daginn. "Sko ég var út í skógi og var svo svakalega mál að pissa en svo fór bara allt á mig!" Og þá vorum við ekki bara að tala um að stuttbuxurnar og bolurinn væri blautt heldur hafði hann pissað framan í sig og meira að segja í hárið á sjálfum sér!!! Hann fékk ósk sína um instant sturtu uppfyllta....


Free Hit Counters
Free Counter