Katla og Sölvi

mánudagur, desember 24

Jóla hvað?

Þessi mynd var tekin á föstudagskvöldið fyrir framan steindauða jólatréð okkar, því þá voru litlu jólin á heimilinu, pakkarnir opnaðir, pappír á víð og dreif og svaka fjör, eða svo ég noti orð Gullu: "Það er bara alveg eins og jólin, allt útum allt!"
Bráðum fer vaktinni minni að ljúka, bara 7 og hálf klukkustund eftir, svo þarf ég að drífa mig heim að pakka eldsnöggt og svo beint út á völl. Seinkun á fluginu er ekki efst á óskalistanum, á að lenda klukkan 4 heima og það má ekki seinna vera ef ég á að ná steikinni hjá mömmu. Annars væri örugglega áhugavert að eyða jólunum á Arlanda, án efa einstök upplifun...
Sjáumst og heyrumst á nýju ári!


Free Hit Counters
Free Counter