Mother of the year?
Já maður vinnur víst seint þann titil þetta árið, ekki þegar maður lætur sjá sig með annað barnið í fatla og hitt með saumaða kinn...
Við erum að undirbúa okkur undir hina árlegu og ofurskemmtilegu skíðaferð, leggjum í hann í fyrramálið. Sumir fara reyndar ekkert á skíði vegna beinbrota, en eru þess í stað með ógrynnin öll af afþreyingarefni til að láta sér ekki leiðast. Held reyndar að það verði engin hætta á því, alltaf einhver heima við til að spjalla við og svo hefur þessari stúlkukind ekki þótt leiðinlegt hingað til að liggja bara og lesa. Á laugardaginn er svo hin æsispennandi keppni Tjejvasan sem stendur til að taka þátt í þrátt fyrir að hafa ekki stigið á skíðin í heilt ár vegna snjóleysis. Nú finnst mér hins vegar vera smá pressa á mér, verð að ná betri tíma en síðast! Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með gangi mála á www.vasaloppet.se.
Að öðru leyti er bara allt við það sama. Ég rembist við að hlaupa annað slagið og er formlega búin að skrá mig í hálfmaraþon sem fer fram 17. maí, nú verður víst ekki aftur snúið. Það gengur alveg þokkalega, en það er víst smá munur á því að skottast nokkra kílómetra eftir vinnu og að hlaupa 21 km viðstöðulaust. Kemur eflaust allt í ljós...
<< Home