Svekkt og sár
Ég er orðlaus! Nei, orðlaus er kannski ekki rétta orðið því ég hef nóg að segja. Þetta voru þvílíku vonbrigðin og ég get ekki annað en kennt dressinu um. Ólíkt dempaðri stemmning í partýum í kvöld geri ég ráð fyrir, ætli maður verði ekki að halda með Svíunum þrátt fyrir allt. Annars er ég alveg á því að austur-Evrópulöndin séu búin að eyðileggja þessa annars ágætu skemmtun og sting upp á því að þessu verði skipt í 2 keppnir, upp með járntjaldið og út með þessi austantjaldslönd sem kunna ekki gott að meta (út með jólaköttinn, kvikindið er loðið eins og ljón!)
Það hefur gengið ótrúlega vel með Sölva á nýja leikskólanum og aðlögun hér með lokið, verður allan daginn á mánudaginn. Hann virðist vera afskaplega sáttur við skiptin og samkvæmt fóstunum er hann svo gullig och snäll og borðar svo vel!
Góða helgi!
<< Home