Katla og Sölvi

þriðjudagur, febrúar 15

Fólk virðist almennt frekar hissa á því að tölvunördinn í mér sé kominn út úr skápnum, Bragi í sjokki yfir því ad ég hafi getað sett inn myndir án hans hjálpar en ég get ljóstrað því upp hér með að ég fékk hjálp annars staðar frá... takk Sara! En til að gleðja litla bróður minn vantar mig hjálp með annað atriði, geturðu ekki komist að því fyrir mig hvernig maður lætur kommentin hægra megin hverfa?
Já, það væri ekki svo slæmt að geta gefið róandi annað slagið. Hann finnur meira að segja fyrir því sjálfur, finnst svo leiðinlegt hvað hann er lélegur í feluleik, segir að það sé af því að hann eigi svo erfitt með að vera "ussaður" (lausleg þýðing: að láta ekkert í sér heyra).
Enn allt í snjó. Ég fór á bílnum í morgun því að ég er á vakt, vil síður lenda í því að vera á hjólinu í einhverjum skafli á miðri leid og vera kölluð út. Sölvi fór hins vegar á þotu í skólann, mjög ánægður með það en Katla í skólabílnum eins og venjulega. Hún er alltaf sein í gang á morgnana, bað mig í gær ad vekja sig kl. 6.30 svo að hún hefði nógan tíma til að vakna en guggnaði svo á planinu og ákvað að sofa aðeins lengur. Sölvi hins vegar sprettur á fætur um leið og klukkan hringir og fylgir mér upp í sturtu, tekur með sér kodda og leggst á gólfið. Það er skömm að segja frá því en þau sofa bæði uppí hjá mér, það er svo notalegt. Helst á ég að sofa í miðjunni, stundum færi ég mig samt út á kant til ad sofa betur. Svo vaknar Sölvi, leggur handlegginn yfir næstu manneskju sem hann finnur í rúminu og spyr "mamma, ertetta fú?" (Hann er ekki alveg kominn med þ-in á hreint, amk. hættur að segja h í stad þ, veit um eina sem er ánægð með það, er það ekki Þóra?) Svo fær hann spark eða harkalegt olnbogaskot frá systur sinni, "nei þetta er ég!"


Free Hit Counters
Free Counter