Ég er nú ekki alveg eins dugleg að blogga og stóð til, en myndirnar bæta þetta upp, ekki satt?
Við erum búin að eiga fína viku frá síðustu færslu. Ég sagði upp leikskólanum í dag þannig að nú verður ekki aftur snúið. Geri ráð fyrir að við flytjum fyrstu helgina í apríl, Ingi heldur væntanlega uppá 35 ára afmælið sitt með því að bera húsgögn!
Ég fékk að vita í dag að ég fékk sumarfrí eins og ég bað um og ekki nóg með það heldur fæ ég líka að fara á ráðstefnuna í Reykjavík í júní eins og ég óskaði mér, þetta var algjör draumur í dós og ég tók Stuðmannahopp út allan ganginn eftir þessar fréttir! Krakkarnir verða líklega heima mest allt sumarið, ég verð í fríi á Íslandi í júní í 2 vikur og svo verðum við öll saman í fríi hér í Sverige í ágúst.
Við förum á morgun að hitta nokkra krakka úr bekknum hennar Kötlu og foreldra þeirra, bekknum var skipt í nokkra hópa og á að hittast tvisvar á önn, við komum til með að borða saman och diskutera viktiga frågor.
Ég: "Sölvi, af hverju ertu með kúlu á enninu?" Sölvi: "Sko, ég datt á hökuna í leikskólanum." Hann spurði líka í gær uppúr þurru: "Rannveig, ert þú konan hans Spiderman?"
Börnin eru nú búin að uppgötva Bamse-blöðin, ég ræni þessu af biðstofunni í vinnunni (já, ég skila þeim aftur) og þetta lesum við öll kvöld. Þau eru orðin áskrifendur en safnið er bara ekki orðið nógu stórt ennþá, fullnægir engan veginn Bamse-þörfinni. Þetta eru reyndar fín blöð, algjörlega politically correct, um Bamse sem er sterkasti björn í heimi en meiðir aldrei neinn.
Ég fór um á laugardagskvöldið út að skemmta mér í Stokkhólmi, við vorum 9 íslenskar stelpur saman, agalega gaman. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer eitthvað út síðan við fluttum, alveg kominn tími til. Fékk að kúra á svefnsófanum hjá Sunnu og Sigurði á eftir, síðasta lest í sveitina fer kl. 23.37, þá var nú fyrst að færast fjör í leikinn og ómögulegt að yfirgefa fjörið.
Svo fer að styttast í skíðaferðina, sjúbb sjúbb (svona heyrist þegar við þjótum niður brekkurnar), mjög spennandi.
Nú er Sölvi hættur að kveðja með "bless kex klukkan sex", finnst það ekkert flott lengur en er hins vegar kominn með nýjan frasa. Best að ég kveðji a la Sölvi: "bless bless, úti er ævintýri!"
<< Home