Ég var á vakt í nótt, mikið að gera sem er frekar óvenjulegt, blæðandi nef og munnar og guð veit hvað. Hérna setja læknarnir yfirleitt ekki upp nál sjálfir, ég held að margir kunni það ekki eða halda jafnvel að það sé fyrir neðan þeirra virðingu. Hvað um það, ég var að minnsta kosti að setja nál í sjúkling í nótt og hjúkkunni fannst ástæða til að útskýra fyrir sjúklingnum af hverju ég gerði það: "Þessi læknir er sko búin að vinna svo mikið á eyjunni sinni..." Ég sprakk úr hlátri, ..á eyjunni sinni.., þetta hljómar eins og ég sé frá Straumey í Færeyjum eða kannski eini eyjarskegginn á Fagurey (Fimm á Fagurey, þið vitið).
Nú eru mamma, pabbi, KBS, Maggi og Þóra á leið til Selva á morgun, sjúbb sjúbb. Það verður ekki slæmt, góða skemmtun! Sjálf leggjum við í hann snemma á sunnudagsmorguninn, börnin eru búin að fá nýjan útbúnað frá toppi til táar; galla, skíði, skó, hjálma... verða að öllum líkindum flottust í Idre fjäll!
<< Home