Katla og Sölvi

miðvikudagur, mars 2

Mínus 24!

Já, það féll kuldamet á Bildhuggarvägen í morgun, 24 stiga frost! Hvernig þætti ykkur að hjóla 8 km í slíkum kulda? Ég barði nú bara í borðið og bætti einu atridi í starfslýsingu Rannveigar: Þú keyrir mig í vinnuna í dag!
Reyndar var ekkert mikið hlýrra í gær og í fyrradag og þá hjólaði ég. Það er svo kalt að það rífur í hálsinn og frýs í manni horið (ég vona að allir átti sig á því að þarna er ég að sjálfsögðu að tala á fræðilegum nótum, það er að segja EF ég væri með hor þá myndi það frjósa, ég er auðvitað ekkert nema kvenleikinn uppmálaður og ALDREI með hor!) Ég vona svo sannarlega að það verði ekki svona kalt í fjöllunum næstu viku. Veðrið er hins vegar mjög fallegt, það má eiga það, ekta skíðaveður.
Annars lítur út fyrir að ég muni sofa í bílnum í skíðaferðinni. Ég ákvað ad klára dæmið sem aðal skipuleggjandi ferðarinnar og tilkynnti um herbergjaskipan (hvað var ég að spá?!!). Húsið er búið bæði herbergjum með hjónarúmum og kojum... Í stuttu máli sagt, ýmis ljót orð voru látin fjúka á alla kanta, vinir eru orðnir að fyrrverandi vinum. Það er ekki komin niðurstaða í málið en ýmsar hugmyndir verið nefndar: hreinlega að slást um þetta úti á palli, karlmaðurinn með flottasta rassinn fær að velja fyrstur, einvígi í Friends-spilinu. Mér líst vel á allar þessar hugmyndir, tel okkur Inga mjög sigurstrangleg í öllum flokkum.
SÖLVI fékk að vera heima í dag hjá Rannveigu, hann segir reyndar á hverjum einasta morgni að hann sé veikur en í morgun bar hann sig óvenju aumlega, sagði að sér væri illt í fótunum, höndunum, maganum, höfðinu og að horið væri fast. Það var erfitt að sannreyna neitt af þessu en ég gat þó staðfest að hann var verulega stíflaður. Nú tekur maður engar áhættur, barninu verður pakkað inn í bómull fram að skíðaferð svo að hann verði ekki veikur. KATLA er hins vegar á fritids þessa dagana, það er sportlov hér og enginn skóli í vikunni. Hún fór á þotu í gær og í sund í dag svo að hún kvartar ekki. Svo kom ný vinkona í heimsókn í gær, Sabine sem er með henni í bekk. Verst að við flytjum eftir mánuð...


Free Hit Counters
Free Counter