Katla og Sölvi

föstudagur, mars 4

...hann er tannlaus greyið, takið eftir því, tönnunum hann týndi...

Já, nú er blessuð tönnin farin og lent í boxi sem eigandinn fékk með sér heim. Ég komst að því mér til ánægju að það er rétt að Dormicum valdi afturvirkri minnistruflun, hlustaði mér til undrunar á Sölva lýsa því fyrir ömmu sinni í símann áðan að þetta hefði sko ekki verið neitt vont og hann hefði ekkert grátið. Það er nú ekki alveg eins og ég upplifði þetta allt saman, en hvað um það. Ég var ekki alveg undir það búin hvað hann breytist mikið í útliti. Mér finnst litli engladrengurinn minn allt í einu vera búinn að breytast í Denna dæmalausa!


Free Hit Counters
Free Counter