Hvar hafa dagar lífs míns lit sínum glatað?
Ég man þá tíð, að fagnaðarlátum ætlaði seint að linna og hamingjukommentin rigndu inn við afrek á við Tjejvasan.... því þetta er svo sannarlega afrek, þið skuluð ekki láta ykkur detta í hug að slíkt sé gert af hálfum hug. Ég kýs að túlka þetta á þann veg að ég sé formlega komin í hóp afreksfólk í íþróttum og að fólk geri bara ráð fyrir persónulegum metum og stöðugum framförum!
Guð hjálpi mér hvað ég er búin að eyða miklum peningum í dag! Fór með bílinn í skoðun, það var hitt og þetta sem mátti betur fara, til dæmis vantaði hliðarspegil bílstjóramegin, hann varð á einhvern óskiljanlegan hátt eftir í bílskýlinu þegar ég var að bakka út um daginn.... Anyway, þá kostaði þetta dágóða summu. Fór svo beinustu leið og keypti tölvu til heimilisins (sit og hamra á nýja gripinn einmitt í þessum töluðu orðum, eiginlega hálfsjokkeruð yfir að allt virki...) og kórónaði svo innkaupin með að fjárfesta í nýjum skíðum og skíðaskóm á sjálfa mig. Kýs að telja útgjöld dagsins ekki saman að svo stöddu.
Er á leið á skíði á morgun með vinnunni og verð fram á sunnudag. Amma Kriss kemur til að vera hjá börnum og búi, ekki amalegt að eiga svona ömmu! Í raun átti fasteignasalinn að koma á morgun líka til að taka myndir en ég neyddist til að fresta honum, ætlaði að drífa það af áðan að gera húsið söluhæft en það reyndist mér algjörlega ofviða.
Katla er búin að jafna sig á handleggsbrotinu, byrjuð aftur í bæði badminton og dansi, áfallið í brekkunni vonandi gleymt og grafið. Hún er á leið á skauta með bekknum á morgun í vorblíðunni, túlípanarnir eru sko komnir talsvert upp...
Sölvi sprækur sem endranær, gengur sífellt betur með lesturinn þótt enn ég talsvert í að hann geti kallast fluglæs. Við vorum í viðtali hjá kennaranum hans um daginn og hún var mjög ánægð með hann. Hjúkk...!
<< Home