Spjall við Sölva
Jæja Sölvi, þá er bara komið nýtt ár, hvernig líst þér á það?
Bara vel, ég verð 8 ára á þessu ári og kannski mun ég fara í fullt af afmælum.
Mannstu hvaða ár var síðast?
Já það var 2007, þá varð ég 7 ára og fór í fullt af afmælum og svona.
Já já, nóg um þessi afmæli, hvaða árstíð er núna?
Það er vetur.
En finnst þér vera vetrarlegt?
Nei það er bara eins og haust úti.
Hvað ertu búinn að vera að læra í skólanum?
Í dag vorum við að læra um sex.
Tölustafinn sex?
Nei, svona sem mömmur og pabbar gera.
Ó þú meinar það.... og lærðirðu eitthvað?
Nei, ég vissi þetta nú allt, ég vissi bara ekki að þetta væri kallað sex!
Ókei... En segðu mér, hvað er þetta á kinninni á þér?
Þetta er sár, það var stelpa sem potaði með pinna í augað á mér og svo verður það alltaf rauðara og rauðara og ég meiði mig og það þarf bráðum að skera og sauma.
Viltu bæta einhverju við?
(bendir á hálsinn á blaðamanni): Mamma þú ert með svo mikla húð hérna sem þú notar ekki!
Ehemm.... ég held við segjum þetta bara gott í bili...