Katla og Sölvi

fimmtudagur, apríl 17

Vikan okkar


Karatemeistarar



Ég á leið í galaveislu ásamt Clöru og Össa.



Skákmeistararnir


Húsið selt!
Fór eftir ráðum Sunnu þar sem hún er sú vinkona mín sem hefur mesta reynslu af flutningum; keypti afskorin blóm, viðraði vel og var með nammi í skál. Svínvirkaði!
Mér skilst að vísu að söluverðið myndi ekki duga fyrir ósamþykktri 2ja herbergja kjallaraíbúð í Sandgerði, en það er nú annað mál.

Dóttir mín er ekki bara bókagleypir, bakarameistari og svefnpurrka, heldur nú einnig nánast alþjóðlegur stórmeistari í skák og er á leið í hina merku höll Globen (þar sem ég hef meðal annars séð George Michael þenja raddböndin) ásamt bekknum sínum að keppa í úrslitum. Nú verðum við að leggjast yfir taflborðið og æfa, lumar einhver á góðum vörnum/sóknum sem hún gæti nýtt sér á ögurstundu?

Hlaupin ganga ekki alveg nógu vel, búin að vera með hósta og barkabólgu síðustu daga og logsvíður í pípurnar, hef ekki komist út að hlaupa í viku. Hef samt engar áhyggjur af hlaupinu mikla þótt einungis séu rúmar 4 vikur til stefnu (ó mæ god!) því nú er ég komin á gullskó sérinnflutta frá Ameríku og er án efa glæsilegasti keppandinn fyrr og síðar. Fyrir algjöra tilviljun er ég líka með rétta lagið í Ipod-inum:

Diggelo diggeley alla tittar på mig,
när jag går i mina gyllene skoooooor...


Sölvi: Mamma, ég er alltaf með svo mikið ansvar (ábyrgð).
Mamma: Nú, hvernig þá?
Sölvi: Æi bara, tek til dæmis oft ansvar af hinum. Eins og um daginn þá tók ég ansvarið af öllum strákunum nema tveimur.
Mamma: Ha, hvernig gerðirðu það?
Sölvi: Náði í mjólk fyrir alla í matsalnum.
Mamma: Frábært! Svo veistu að þegar þú ert einn heima þá ertu með ansvar á húsinu.
Sölvi: Já, ég og lásinn! En veistu mamma, þegar ég er einn heima, þá er ég yfirleitt að brjóta saman þvott og svona.

Og mamman (sem vissi mætavel að þetta með þvottinn var ekki alveg sannleikanum samkvæmt) fékk tár í augun af stolti...


Free Hit Counters
Free Counter