Katla og Sölvi

fimmtudagur, mars 13

Hver vill elska 49 ára gamlan mann?

Var það ekki eitthvað á þá vegu sem Stuðmenn sungu hérna um árið?

Hver vill elska 37 ára gamla konu? Klæðist náttfötum í vinnunni og eyðir afgangnum af sólarhringnum í æsispennandi húsmóðursstörf...

Hólí mólí hvað tíminn líður hratt, ég sem er andlega og líkamlega ennþá mesta lagi 29! Þetta var ósköp rólegur afmælisdagur enda mánudagar strembnir á okkar heimili. Til hátíðarbrigða var keypt sushi til að taka með heim og maðurinn sem ég deili rúmi með fékk pylsur. Það er örugglega ólíkt skemmtilegra að verða 11 ára, Katla er að minnsta kosti mjög spennt fyrir morgundeginum. Við Sölvi ætlum í bæinn í dag að reyna að kaupa eitthvað handa henni, það verður einfalt því hún vill bara bækur. Á morgun er planið að fara í sund, út að borða með Guðrúnu Söru og Co, drífa sig svo heim að horfa á Lets Dance. Fullkominn dagur í huga heimasætunnar. Afmælispartýið er síðan á sunnudaginn og byrjar 15.55, spurning hvort Svíarnir fatti að hún sé að gera grín að því hvað þeir eru alltaf stundvísir. Síðast þegar hún átti afmæli voru allir nema einn mættir fimm mínútum fyrir auglýstan tíma, þessi eini var Guðrún Sara sem var enn niðrí bæ að kaupa afmælisgjöf. Munur á Íslendingum og Svíum í hnotskurn...


Free Hit Counters
Free Counter