Katla og Sölvi

þriðjudagur, maí 13

Síðasta vorið í Uppsala



Mikið ofsalega ætlum við að njóta þessa síðasta vors og sumars í Uppsala. Það verður auðvitað lítið mál, ekki síst þegar veðrið er eins og var hérna um helgina, 26 stiga hiti og sól.... ahhh...

Það var keppt á ýmsum vígstöðvum um helgina. Á laugardaginn voru úrslitin í skákkeppninni, Katla stóð sig eins og hetja og vann 3 skákir af 5 þótt bekknum hennar hafi í heildina ekki gengið neitt framúrskarandi vel. Hún sagðist hafa notað mikið sóknina með tveimur hrókum og pressað kónginn til uppgjafar. Þar hafið þið það!
Á sunnudaginn var síðan fótboltamót hjá Sölva, fremur dræmur árangur með 2 jafntefli og 2 töp. Sölvi var samt bara sáttur: "Já, ég var bara ánægður með þetta, mér fannst ég dáldið góður og veistu mamma að sumir segja að ég sé besti passarinn!" Að passa er sem sagt að gefa boltann og auðvitað er nauðsynlegt að vera góður í því. Og auðvitað á maður að taka þetta viðhorf til fyrirmyndar, það er alltaf eitthvað sem maður er góður í. Ætla að reyna að muna eftir því á laugardaginn í hálfmaraþoninu þegar allir hlaupa fram úr mér: "Já hlaupiði bara, ég er góð í ýmsu öðru, ég er viss um að þið kunnið ekki að prjóna!"


Free Hit Counters
Free Counter