Katla og Sölvi

mánudagur, júlí 7

Ítalía og fleira

Er ekki alveg búin að leggja upp laupana enn, spái því að þetta sé... hmmm... þriðja síðasta færslan, enn er tækifæri til að kommentera áður en síðan kveður að eilífu!

Komum heim frá Ítalíu fyrir viku síðan, besta afmæli sem við höfum verið í. Amma Kriss var að fagna verðandi sextugsafmælinu með því að bjóða la grande famiglia til Toscana í 2 vikur, og þar dvöldum við í la dolce vita á miðri vínekru, í risa húsi með einkasundlaug og fínerí. Sem betur fer er ég áfram í sumarfríi, hefði verið erfitt að fara beint í vinnuna eftir þetta lúxusfrí.




Kvöldið áður en við lögðum af stað í ferðalagið fórum við Gulla á tónleika með Dolly Parton og hún var algjört æði.
"People ask me if I get offended by dumb blond jokes. Why should I? I know I'm not dumb... and I know I'm not blond either!" Hún er nýja idolið mitt!!

Sölvi hamast við að vera kaldhæðinn:
"Sölvi minn, viltu hafragraut í morgunmat?"
"Nei. Kaldhæðni!"
"Hmm... Sölvi minn, það er ekki nóg að bæta orðinu kaldhæðni fyrir aftan það sem maður segir til að það verði kaldhæðið... þú skilur þetta þegar þú verður eldri!
Katla, sem er dottin kylliflöt í Vina-pakkann, er samt farin að fatta. "Mamma, er Chandler ekki með kaldhæðnishúmor?"

Við erum byrjuð að pakka búslóðinni, hér er allt í rúst, og mikið óskaplega er leiðinlegt að flytja, var alveg búin að gleyma því...


Free Hit Counters
Free Counter