Katla og Sölvi

laugardagur, júlí 19

Óðir apar, white trash líf og kaffidrykkja

Jæja, börnin eru þá formlega flutt til Íslands, fóru í gær, nákvæmlega uppá dag fjórum árum eftir að við fluttum hingað. Ég sit ein eftir í húsi sem er fullkomin rúst, drasl og kassar út um allt!

Við reyndum að mjólka síðustu dropana úr Svíþjóðardvölinni og fórum í 2 ferðalög á 5 dögum. Fyrst til Gautaborgar með Malin vinkonu minni úr vinnunni og syni hennar, bjuggum á fínasta hóteli í miðbænum í 2 nætur og skelltum okkur í helstu afþreyingu borgarinnar, sem sagt Liseberg tívolíið og Universeum sem er mjög skemmtilegur staður nema hvað að ég fékk símtal inní miðjum "regnskóginum": "Ég heiti Jonas og vinn hérna í Universeum, sonur þinn varð bitinn af apa!" Það er ekki símtal sem maður fær á hverjum degi. Ég skundaði auðvitað á staðinn, fylgdi blóðslóðinni og fann drenginn minn kaldsveittan og náfölan inni á klósetti, allan í blóði þótt erfiðlega hafi gengið að staðsetja sárið vegna þess hve lítið það var. Læknarnir tveir skelltu piltinum á gólfið og lyftum upp fótleggjunum, enda vanar að sjúklingar líði út af í skoðunarstólnum hjá okkur í vinnunni, það er víst ekkert geggjað að láta opna kýli í hálsinum hef ég heyrt. Anyway, við slógum okkar klóku hausum saman, hringdum þar að auki í þriðja lækninn og niðurstaðan varð að best væri að setja hann á sýklalyf. Fengum líka frímiða til að komast aftur í Universeum við tækifæri, anyone??

Daginn eftir að heim var komið var svo lagt af stað í næstu ferð og það til stórborgarinnar Malmköping. Vinahópurinn vildi ólmur komast saman í útilegu, og á íslenskan máta var farið af stað að hringja út um allt 2 dögum fyrir, allt staðar fullt nema á þessum úrvalsstað og því var ferðinni heitið þangað. Frábær staður, lifðum poor white trash lífi í 2 daga og fíluðum það í tætlur. Þarna var allt sem við þurftum og meira til, þar að auki gott veður og mikil stemmning, meira að segja live tónlist á laugardagskvöldið á tjaldstæðinu, hin víðfræga hljómsveit Rhythm Boys lék fyrir dansi við mikinn fögnuð viðstaddra.
Í vikunni fór Katla ein í lest til Stokkhólms til að hitta nýja vinkonu, þær fóru svo saman í Gröna Lund og hún ein í lestinni heim. Gekk ótrúlega vel og stúlkan auðvitað að rifna úr stolti, en ég veit ekki hvað barnaverndaryfirvöld segðu um þetta (uss... þetta er bara okkar á milli!)

Gunna og Diddi eru orðin 3ja barna foreldrar og geri aðrir betur! Eignuðust yndislega dóttur 8. júlí, innilega til hamingju kæru vinir!

Að lokum verð ég að bæta við að móðirin er loksins orðin fullorðin. Til glöggvunar vil ég taka það fram að þetta er kaffi í bollanum!!




Free Hit Counters
Free Counter