Faster Sigga
Stórviðburður hefur átt sér stað frá síðustu skrifum, ég er orðin Föðursystir! Tinna Marín Magnúsdóttir hefur litið dagsins ljós eftir að hafa látið foreldra sína og alla aðra bíða og bíða, endaði síðan í keisara 16. mars (Fiskur að sjálfsögðu eins og allir aðrir snillingar...). Sölva fannst þetta mjög áhugavert: "HA, var skorið gat á magann á Þóru?!!" Yngismeyin er löng og grönn, virðist amk. sverja sig í föðurættina hvað lengdina varðar...
Til hamingju elsku Þóra og Maggi (eða Mac Daddy eins og hann kýs að kalla sig þessa dagana!) Hlökkum óskaplega mikið til að sjá litlu frænku og knúsa hana!
Katla hélt svaka afmælispartý á föstudagskvöldið sem tókst með afbrigðum vel. Hún var fyrirfram búin að útbúa eftirfarandi plan fyrir afmælið:
Matur
Pitsu
Ístertu
Kanelkjeggs
Vínnber
Kókk
Djús
Leikir
Morð í mirkri
Sing star
Fjársjóðsleit
Dansstopp
Flöskustot
Afinn hefur verið hér síðustu daga og er reyndar enn. Að venju var hann iðinn við að taka til hendinni og er búinn að vera borandi, skrúfandi, smíðandi og mokandi snjó frá komu. Kenningin mín : "Karlmenn eru óþarfir" stendur því völtum fótum og hef ákveðið að endurorða hana örlítið: "Karlmenn eru óþarfir en það er ómetanlegt að eiga góðan pabba".
Hér er enn fullt af snjó þótt hann hafi reyndar minnkað mikid, í gær voru börnin að gera risa snjóhús og það var -5 í morgun, en nú hlýtur vorið að fara að koma.