Katla og Sölvi

miðvikudagur, júní 28

Sumarfrí - fyrri hluti



Fyrsti hluti frísins á enda, byrjaði að vinna á mánudaginn og það var ekki gaman. Verð barnlaus og ómöguleg næstu vikurnar sem er heldur ekki gaman. En síðustu tvær vikur hafa verið agalega skemmtilegar og hægt að lifa á þeim í þónokkurn tíma.
Ítalíuferðin var æði, bara alltof stutt. Ætlum tvímælalaust aftur að Gardavatni og við Katla vorum helst á því að vera allt sumarið næst þegar við förum. Sól og blíða, frábær matur, kaldur bjór, flott hótel (Paradís eins og börnin kölluðu það), skemmtigarðar, gamlir flottir bæir, meiri kaldur bjór og svo auðvitað Tinna! Hún var stjarna ferðarinnar. Flugum til Milano og tókum bílaleigubíl sem mamman keyrði med ömmuna á kortinu. Gekk bara furðu vel, hefði reyndar verið ágætt að finna handbremsuna, sérstaklega í þessu fjalllendi sem var þarna, tókst þó ekki þrátt fyrir ítarlega leit (þetta var ekkert woman´s thing, Maggi fann hana ekki heldur...) Gekk líka betur en áhorfðist þegar mér tókst að bakka út úr stæði um leið og ítalskur kall á Fiat, KRASH BÚMM. Það flaug í gegnum huga mér, "hvað var ég að spá að taka ekki trygginguna!?", en kallinn sagði bara að þetta hefði verið multa fortuna, yppti öxlum og allir fóru sáttir af slysstað.
Skruppum síðan í tæpan sólarhring heim til Uppsala til að taka uppúr töskunum, þvo, pakka uppá nýtt og mæta í afmælisdinner hjá frú Guðlaugu nágrannakonu. Síðan var ferðinni heitið til Íslands þar sem hafði rignt allan júní framað því, en ég gat að minnsta kosti ekki kvartað yfir veðrinu á meðan dvöl minni stóð. Fannst nokkuð gott að geta setið úti á kaffihúsi oftar en einu sinni og sötrað ískaldan bjór, náð að sofna í sólbaði á pallinum á Hólavöllum og sólbrenna á meðan, labba niðrí bæ á peysunni, og taka þátt í skírnar/útskriftarveislu sem var haldin útí garði. Já, litla krúttið hann Maggi var að ljúka embættisprófi í læknisfræði og hélt uppá það með heljarinnar veislu þar sem Tinna Marín var einnig skírð. Það gekk eins og í sögu, Sölvi stóð fremst og var ógurlega spenntur, kom síðar í ljós að það var vegna þess að hann hélt að presturinn myndi taka skálina og skvetta úr henni framan í ungabarnið. Mikil vonbrigði.
Aðfararnótt sunnudags gerðist sá stórviðburður að við systkinin vorum öll stödd inn á sama skemmtistað á sama tíma (segir kannski mest um mig... pathetic old woman!) en fólk sem þekkti okkur hélt að það vaeri að sjá sýnir (Hæ... nei hæ... og hæ.... og ert þú hérna líka!)
Börnin urðu síðan eftir hjá pabba sínum, eru byrjuð á sundnámskeiði og afskaplega ánægð með þetta allt saman. Ég fer aftur til Íslands eftir rúmar 2 vikur og hlakka mikið til, komst alveg í gamla djammfílinginn í þessari ferð. Í einhverju bjartsýnisrugli tók ég með mér íþróttaföt, ætlaði að reyna að hlaupa eða jafnvel fara í ræktina, yeah right..... kannski næst!


mánudagur, júní 5

Kona í neyð

Þegar maður kemur út á bílastæði á sunnudagsmorgni með dökka bauga undir augunum eftir 24 klst vakt, þar að auki ennþá þreyttur og með harðsprerrur í maganum eftir hlátrasköll í afar skemmtulegu matarboði á föstudagskvöldið, þá finnst manni eiginlega lágmark að það sé ekki sprungið á bílnum, ekki satt? En þá er ekki um annað að ræða en að breytta upp ermarnar og hefjast handa. Lendir madur þó fljótlega í vandræðum við að losa varadekkið sem er kirfilega fest undir heljarinnar bassaboxi sem mér fannst nú frekar eiga heima í rauðum straumlínulaga sportbíl. Þá eru góð ráð dýr. En.... maður er nú ekki fæddur í gær, þar að auki með margra ára háskólanám að baki og IQ yfir 100. Ég mundi skyndilega eftir því að ég var í efnislitlum hlýrabol undir lopapeysunni, flýtti mér að fækka fötum og viti menn! 30 sek síðar birtist þessi líka handlagni maður sem ákvað í skyndi að mitt vandamál væri mun brýnna heldur en systur sinnar sem lá dauðvona á lungnadeildinni og stóð til að heimsækja. Ég vil taka það fram að auðvitað kann ég að skipta um dekk, en þetta er augljóslega auðveldasta og hreinlegasta leiðin. Ég stóð þarna á hlýrabolnum og brosti mínu blíðasta á meðan bjargvætturinn lá undir bílnum og reddaði þessu öllu saman. Verkefni dagsins í dag verður svo að finna dekkjaverkstæði, en ég ætti nú að geta ráðið við það!


Free Hit Counters
Free Counter