Spurning dagsins
Hvað heitir þú? Katla.
Og hver ertu? Ég er ég.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það sem er skemmtilegt, að fara á Nickis og að fara til Íslands.
En leiðinlegast? Að borða lax.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búin að ákveða það, annað hvort rithöfundur eða kennari.
Hver er munurinn á konum og körlum? Karlar eru með djúpari rödd.
Hvernig finnst þér mömmur vera? Góðar í að halda húsinu hreinu.
En pabbar? Veit það ekki.
En afar, hvernig eru þeir? Þeir líma og kitla.
En ömmur? Þær prjóna eða hekla.
Bráðum förum við til Íslands, hvað eigum við að gera þar? Fara í Húsdýragarðinn, hitta alla sem við þekkjum.
Hvernig gengur þér að vakna á morgnana? Vel, ég er stundum dáldið þreytt.
Hvað gerirðu þegar þú ert ein heima á morgnana? Misjafnt, stundum hugsa ég og stundum tek ég úr uppþvottavélinni, stundum er ég að leika mér, stundum æfi ég mig á píanóið, já eitthvað þannig.
Finnst þér Sölvi ekki yndislegur? Stundum, þegar hann segir eitthvað fyndið, en það var mest þegar hann var minni.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Pizza eða spaghetti bolonese.
En versti? Lax og allur fiskur.
Hvernig er í skólanum? Gaman.
Hvað er skemmtilegast? Þegar það kemur kennari sem heitir Katarina og allir krakkarnir sem koma frá mörgum ólíkum löndum eiga að fara með henni til að læra pottþétta sænsku.
Hvað er leiðinlegast? Útiíþróttir á morgnana.
Í hverju ert þú góð? Að lesa og reikna.
En í hverju ertu léleg? Að flýta mér, ég er alltaf síðust!