Hvað varð um alla ljósu lokkana?!!
Kannast einhver við þennan dreng? Þessi ungi drengur með ljósu lokkana er hinn verðandi skordýralæknir sem getur ekki hugsað sér neitt fallegra og betra en skordýr og því er ekki annað hægt en að túlka það sem ástarjátningu þegar hann segir eins og hann sagði við mig um daginn þegar hann var sérstaklega ánægður með mig:

Nú er afinn horfinn á braut, því er nú ver og miður, var ótrúlega duglegur að dytta að öllu milli himins og jarðar og svo þreif hann bílinn að innan og utan og allt húsið hátt og lágt (við erum að tala um including eldavél og klósett...) Svo er auðvitað alveg ómetanlegt að geta bara stungið af á morgnana án þess að spá í börnunum og þurfa ekki að stinga af fyrr úr vinnunni til að ná að sækja þau. En nú er sá draumurinn úti.... Í gær hófst svo alvara lífsins; ég lagði af stað í vinnuna kl. 7.40 og tíu mínútum síðar löbbuðu systkinin af stað og læstu á eftir sér, voru líka samferða heim og allt gekk eins og í sögu. Ætlum að reyna að hafa þetta þannig á meðan vel gengur. Eina vandamálið var að ég gleymdi að segja þeim að fara í regnföt: "Ég blev blautur", sagði Sölvi.
Skólinn lofar góðu, reyndar sagðist Sölvi ætla að hætta um daginn og varð alveg uppveðraður þegar ég ætlaði að hræða hann með því að ef hann lærði ekkert gæti hann aldrei orðið neitt annað en götusópari: "jaaá, ég sá einu sinni mynd af strák sem var götusópari og hann hafði bundið sópinn við hjólið sitt, ég get gert svoleiðis!" Þorri var að segja mér frá því að bekkurinn hefði verið að læra að reikna og ég spurði Sölva hvernig honum hefði gengið í því. "Ég missti af því, ég var sofandi!" Veit ekki hversu mikill skaði er skeður þegar maður missir af stærdfræðitíma í 6 ára bekk, vonandi nær hann að vinna þetta upp með aukatímum.
Katla byrjaði aftur í píanótímunum í síðustu viku, fór ekki beint með bros á vör, þurfti að snúa uppá eyru og hendur og allt mögulegt annað til að hún samþykkti að fara. Þær stöllurnar ætla að vera til áramóta og svo mega þær ráða hvað þær gera, mig grunar að þar með sé einleikaraferillinn á enda.